1%

Þegar talað var um að mótmælendur séu ekki þjóðin (vísa í ISG) datt mér í hug að leika mér aðeins að tölum.

U.þ.b. 3000 manns tóku þátt í mótmælunum í dag, og ef ekki fleiri í laugardagsmótmælunum undanfarna mánuði. Það mun vera ca 1% af þjóðinni. Í augum margra er þetta varla stór mannfjöldi, hvað þá í mótmælum.

En segjum sem svo að 1% af mannfjölda  BNA tækju sér mótmælastöðu fyrir utan stjórnarráðið í Washington, væru það í kringum 3 000 000 manns.

Tökum sama dæmi með nokkur önnur lönd:

Noregur: 48 000 einstakl.

Danmörk: 55 000 einstakl.

Svíþjóð: 92 000 einstakl.

Kína:13 000 000 einstakl.

 (Árið 1989 mótmæltu stúdentar á Torgi hins himneska friðar, mannfjöldinn náði að hámarki

100 000 einstakl.)

HVERSU MÖRG ÞURFUM VIÐ AÐ VERA TIL AÐ EITTHVAÐ MARK SÉ TEKIÐ Á ÞJÓÐINNI???

Þessir ráðamenn vilja ekki taka mark á mótmælum 3000 einstaklinga,

Hvað með niðurstöður úr einhverri Gallup-könnun þar sem úrtakið var innan við 1000 manns?

Einmitt þá lofa þeir niðurstöðunum ef þær eru sjálfum sér og sínum flokk í hag....

Meira hef ég ekki að segja...


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá misreikningur hjá þér þarna. 1% af Bandaríkjamönnum er rúmlega 3.000.000 manns, ekki 300.000.

Einsi Jó (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

já, hehe, takk fyrir það :)

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 00:02

3 identicon

Samanburður við önnur lönd á nú ekki við þar sem 20% af þjóðinni er í göngufæri frá þessum mótmælum, þannig aðstæður finnur þú ekki í stórum löndum sem þú ert að telja upp.

Gilbert (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: B Ewing

Mér finnst þetta alveg skítnóg af fólki til þess að stjórnin fari með skottið á milli hælanna burt úr Alþingishúsinu.  Vill ríkisstjórnin fá 30 þúsund manns niður á Austurvöll og að miðbærinn verði að stríðsvelli?

B Ewing, 21.1.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

svona til að setja þetta í samhengi þá eru umþað bil 2000 manns sem mæta á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. er ekki hægt að segja að það sem kæmi frá þessum 2000 manns séu það sem kemur frá þjóðinni á alveg sama hátt og með sömu rökum og að segja að þessi 3000 manns séu þjóðin?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 00:10

6 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Á kvennafrídaginn mættu 50.000 konur í miðbæinn svipaður fjöldi var á gaypride.

3.000 er lítill hópur, hvernig sem á það er litið.

Að fella ríkisstjórn með aðeins 3.000 háværa mótmælendur og 1/3 sem styður hana, er einfaldlega fáránlegt.

Baldvin Mar Smárason, 21.1.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Ég myndi halda að 3000 manns sem mæta niður á austurvöll séu breiðari hópur einstaklinga, frekar en hópur fólks á fundi hjá stjórnmálaflokki þar sem flestir deila sömu skoðunum og hafa svipaðra hagsmuna að gæta.

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Hvernig byrjuðu mótmæli Gay Pride og kvennafrídeginum, mættu allt í einu 50 þúsund manns til að mótmæla frá og með fyrsta degi?

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 00:15

9 identicon

Góð rök þarna síðast hjá þér Magnús. Ég er stödd út á landi þannig að ég kemst ekki til að taka þátt. Hvað haldið þið að það séu margir sem séu sömu sporum og ég.. þó nokkuð margir, það er ég viss um.

Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:19

10 identicon

Það eru miklu meira en 3000 búnir að taka þátt í mótmælunum í dag. Það eru búin að vera stanslaus mótmæli frá því kl. 13 í dag (standa enn yfir) og alls ekki sama fólkið búið að vera í allan dag. Gæti alveg trúað því að a.m.k. yfir 5000 manns hafi látið sjá á Austurvelli í dag, ef ekki fleiri.

BK (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:20

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Breiðari hópur? á Landsfundinn kemur fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum og öllum landshornum og að ég held öllum byggðum landsins. er það ekki nægjanlega breytt eða gildir það bara ef um aðra en sjálfstæðismenn er að ræða?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 00:33

12 identicon

Af loftmyndum frá mótmælunum í dag má sjá að þar eru í mesti lagi 1.000 mans að mótmæla  ekki einum fleiri,.

nú segjum sem svo að 1% af þjóðinni hafi verið að mótmæla ( sem er fjarstaða), þá jafngildir það 2 hafi mótmælt á bíldudal

frábært.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:38

13 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Þeir sem koma saman á landsfundi ákveðins stjórnmálaflokks deila væntanlega sömu stjórmálaskoðunum og tel ég að ekki sé hægt að líta það sem þorra þjóðarinnar.

Því ríkisvaldið/stjórnin byggist upp af samvinnu fleiri stjórnmálaflokka með mismunandi skoðanir og áherslur milli flokka, það er venjulega ekki bara einn flokkur við völd. Mótmælendur á austurvelli hafa ekki komið fram undirforystu neins flokks.

Eitt sem ég er nokkuð viss um að þorri þjóðarinnar deili þá er það óánægja með hvernig fór fyrir þjóðfélaginu og óánægja með það að yfirvöld hafi látið hlutina ganga eftirlitslaust í fjármálakerfinu.

Og hverjir ættu þá að axla ábyrgð? Ráðamenn, stjórnvöld, Seðlabankinn, FME og þessir blessuðu útrásarvíkingar sem eru horfnir af landi brott.

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 00:45

14 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Nafnlaus: Í blogginu fyrir ofan var ég einnig að vísa í laugardagsmótmælin, þar hafa allt að 4000 manns mætt til að mótmæla.

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 00:47

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

og stórhluti þeirra sem mæta á austurvöll eru í vinstri grænum.

það erum um 50.000 manns í Sjálfstæðisflokknum sem landsfundarfulltrúar fara fyrir. myndi telja að virkir væru um 5.000 til 10.000

ég er ekki að verja aðgerðir ríkistjórnarinnar. ef þú lest bloggið hjá mér þá sérðu að ég er hundóánægður. heldur er ég að benda að hvað það virðist oft vera tvöfalt siðgæði.

tökum dæmi. ef það væri ríkistjórn VG og Samfylkingarinnar og 3000 ungir Framsóknarmenn og SUSarar myndu mótmæla og krefjast kosninga. myndir þú þá kvetja til þess að það yrðu kosningar? 

ef ekki þá ertu að segja að skoðanir sumra séu jafnari en skoðanir annara.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 00:55

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Á fjölmennasta laugardagsfundinum á Austurvelli voru 8-10.000 manns. Það var í lok nóvember minnir mig. Annars hafa verið það frá um 1.500 - 4.000 að staðaldri.

Fínt að fá þetta mannfjöldasamhengi, takk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:56

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fannar frá Rifi hljómar eins og Ástþór Magnússon. Það er fólk úr öllum flokkum og engum flokkum á mótmælafundum. Ekki nokkur leið að tengja allt þetta fólk við VG - sá flokkur er aldeilis ekki svo öflugur.

Fólk verður að skilja að mótmælin eru ekki flokkspólitísk og fjalla ekki um flokkspólitík. Þau fjalla um lífið og réttlætiskennd almennings - ekki einhverjar stjórnmálastefnur sem búið er að útvatna, kalla nöfnum og setja á þennan gamla, fáránlega vinstri-hægri skala.

VG kemur heldur aldrei til með að geta skreytt sig með þessum mótmælum vegna þess að þau koma þeim nákvæmlega ekkert við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:00

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei var ég að tengja alla við VG? þeir eru hinsvegar mjög fyrirferðar miklir.

já Lára besta leiðinn til að skjóta niður gagnrýni er að koma með uppnefni. mjög málefnalegt. 

en þú myndir semsagt ekki flokka t.d. 5000 manns af SUSurum vera með sama vægi og t.d. þessi 3000 manns sem saman voru kominn niðurfrá í dag?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:10

19 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Til að svara spurningu þinni, Fannar frá Rifi, þá myndi ég alveg örugglega vilja fá kosningar í dag óháð því hvaða ríkisstjórn væri í fararbroddi. En eins og staðan er núna þá er það núverandi ríkisstjórn sem samanstendur af XD og XS sem þarf að taka ábyrgð á sínum gjörðum og stjórnartímabili.

Í rauninni væri réttast að beina mótmælunum að sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum, því XS hefur nú bara verið í ríkisstjórn í að verða 2 ár.

Það sem gerðist í þjóðfélaginu frá og með október til dagsins í dag og það sem á eftir að gerast mætti miklu frekar rekja sem orsök af ríkisstjórnun valdatíð XD og XB.

Öll spillingin, svínaríið og eftirlitsleysið gerðist ekki bara á 1 og 1/2 ári.

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 01:18

20 Smámynd: Fannar frá Rifi

XS fríjað af öllu? Baugsflokkurinn sjálfur.

nei. ekki í dag. heldur hvenær sem er.  myndir þú samþykkja rök að einhverjir 3000 manns gætu hvenær sem er kallað á kosningar? 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:28

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég var þarna. Rétt í byrjun (stoppaði í klst), svo kom ég aftur klukkan 1700 og stóð vaktina nokkuð slitlaust til 0100.

Þetta hefur verið allskonar fólk sem hefur verið þarna og hópurinn sem er núna er allt annar en var í dag eða í kvöld.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.1.2009 kl. 01:32

22 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Áður en kreppan kom voru mótmæli ekki algeng, en 3000 manns sýna að það er ákveðin óánægja í samfélaginu.

Ef allir sem væru sammála mótmælendunum myndi koma niður á austurvöll held ég að mannfjöldinn væri töluvert meiri.

Og afhverju er þessi almenna óánægja?

Jú, hér er við völd ríkisstjórn sem þarf að endurskoða hversu réttmæt hún sé á þingi því hún hefur brugðist starfi sínu og trausti þjóðarinnar.

"Þegar öllu á botninn er hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið"

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 01:40

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég er ekki að verja ríkistjórnina. heldur er ég að spyrja þig. viltu að á hverjum gefnum tíma að þurfti bara +3000 manns til þess að knýja fram kosningar?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:55

24 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Nei, mér finnst ekki að það ættu að koma kosningar í hvert skipti sem 3000 manns mótmæla.

En í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem hin íslenska þjóð er í núna finnst mér að ríkisstjórnin ætti að segja af sér og boða til kosninga. Mótmælin endurspegla eins og ég nefndi fyrr mikla óánægju í samfélaginu almennt.

Afhverju ætti þá ekki að endurskipuleggja ríkisvaldið sem engann veginn nýtur traust þjóðarinnar?

Þegar á heildina er litið  finnst mér það góð ástæða til að endurskoða ríkisstjórnina.

Magnús Jóhann Cornette, 21.1.2009 kl. 02:25

25 identicon

Ég held að 3000 manns sé vanmat. Það er, eftir því sem ég best fæ séð, búið að vera mikið af fólki sem kemur og fer. það að það séu 3000 manns á einum tímapunkti segir ekki alla sögunna því nú er þetta búið að standa í 15 tíma.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 04:32

26 Smámynd: Óðinn

Fannar, þó þú dragir nú upp sakleysis-spilið inn á milli setninga að þú sért ekki að verja aðgerðir ríkisvaldsins þá máttu gera þér grein fyrir því að þú ert að rífast út í loftið.

Ef þú myndir nú hugsa eylítið um hvernig tíðarandinn hefur verið hér í gegnum árhundruðin þegar kemur að Íslendingum og þeirri athöfn að dröslast út fyrir dyr í kuldann og standa í þvögu fyrir utan eitthvert hús, þá ættir þú að sjá það að samanburður þinn á kósíkvöldi þingflokks sem boðaður er einu sinni á ári og allir í sæti njótandi kræsinga er alveg út í skurði.

Ég sé svosem alveg hvað þú átt við - en - vanhugsaður er samanburðurinn.

Íslendingar hafa verið þekktir fyrir þróttleysi þegar kemur að því að segja sitt við aðra en þá sem þeir hitta í kaffistofunni, ekki frá því að bylting Jörundar hundadagakonungs með brotthvarfi Danaoksins hafi farið fyrir bý vegna skilnings- og áhugaleysi á breytingum í samfélaginu, þeim leið semsé vel með að borga okur fyrir skemmt mjölið. Þessu var svo skellt upp í samfélagsgagnrýni Jónasar Árnasonar á sjöunda áratugnum því enn og aftur átti hún bara svo vel við.

Svo fer heilt prósent af þjóðinni út í frostið - í 3 mánuði samfleytt. Svo kemur þú og segir að það séu nú fleiri sem asnast til að fara í árlegt dinnerboð í húsaskjóli í faðmi skoðanabræðra sinna, nú eða þá á kátlegt sautjándajúní djamm á laugarveginum með fjölskyldunni að horfa á skrúðgöngu samkynhneigðra, og það á að draga úr mikilvægi þessa fjölda sem mótmæla? Og þetta lengi! Það var nú.

Hversu margar konur gengu áfram í brauðbitaslag eða upphafi Frönsku byltingarinnar? Já það voru um 6000 mótmælendur - af 26 milljónum íbúa. Nú segi ég ekki að við séum að ræða um sama hlut hér og þar, en ekki gefa í skyn að hér á Íslandi þegar safnast prósenta saman í einhverjar 12 vikur í röð sé að gerast á hverjum degi. Í raun hefur það aldrei gerst - og því skiptir litlu máli hvað þú dregur upp til samanburðar.

Óðinn, 21.1.2009 kl. 04:57

27 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óðinn.

þannig að ef 3000 SUSarar myndu safnast saman á hverjum laugardegi og krefjast kosningar í 3 mánuði, þá væri það rétmæt krafa á að kosningarfæru fram?  almennt fyrir alla framtíð?

ef ekki þá ertu að segja að ákveðnar skoðanir séu réttmætari og rétthærri en aðrar. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 11:51

28 Smámynd: Óðinn

Fannar minn, þú ert að draga fram og bera saman hugarburðardæmi vísveitandi í átt að óleysanlegu málefni fyrir okkar mennsku hegðun, þó ekki hugsun. Til að svara þessari spurningu þinni yrðum við að fara mjög ítarlega í gegnum mannfræði- sálfræði- og félagsfræðileg vandamál sem há hugsun mannsins í samfélagsumhverfi á þeim stoðum sem við stöndum á í dag. Þú ættir að gera þér grein fyrir því.

„ef 3000 SUSarar myndu safnast saman á hverjum laugardegi og krefjast kosningar í 3 mánuði, þá væri það rétmæt krafa á að kosningarfæru fram?“

Þú ert nú t.d. að nefna unga sjálfstæðismenn - bróður/sonarflokks sjálfstæðismanna okkar Íslendinga, semsé - skipaður og skilgreindur flokkur sem þarfnast skráningar (ársgjalds?) og samþykkis til að teljast meðlimur í - þeir væru þá væntanlega að krefjast brottvísun núverandi ríkisstjórnar til þess eins að koma sínum eigin mönnum fyrir til þess að sína okkur hvernig á að gera þetta, og fela það lítið.

Á móti er samblanda af háðum (Stjórnarandstaðan t.d.) og óháðum (mér t.d.), skipuðum (Herði Torfa t.d.) og óskipuðum (mér aftur). Ég þarf ekki að sækja um aðgang, ég þarf ekki að borga mig inn í klúbb né styrkja stjórnendur til að teljast mótmælandi. Hvergi hefur nokkur sýnt fram á það að hann sé í mótmælaaðgerðum til þess að koma sjálfum sér í stól og því á heildina litið er fólk ekki í þöglu samþykki yfir eiginhagsmunapoti einstaklinga innan hópsins, ólíkt hinum.

Bara á þessu dæmi væri mögulega hægt að segja að önnur aðgerðin (ekki skoðunin) væri réttmætari en hin. Þú hins vegar vilt bera þetta saman og segja þetta sambærilegt, en það sýnir fram á X=Y hugsunarhátt (apples and oranges). Til þess að geta leyst þetta þó í víðara samhengi, líkt og þú virðist vilja, þá þarf að gera athugasemdir við uppbyggingu samfélagsins í heild og þeim félagslegu áhrifum sem "almúgur" verður fyrir í því samfélagi.

„ertu að segja að ákveðnar skoðanir séu réttmætari og rétthærri en aðrar.“

Einn af kostum, og göllum, samfélags er máttur vanans og er yfirsterkari öllu öðru, skynseminni jafnvel. „Samfélags-vaninn“ er ekki einungis valdur því að okkur finnist eðlilegt (þó ekki alltaf nauðsynlegt) að peningar séu þarfir, vinna sé þörf, bílar séu þarfir og tíska sé eitthvað til að fylgjast með, heldur er hann einnig ástæða þess að samkynhneigð var lengi talin geðsýki, konur töldust eignir karlmanna, svartir væru apaþrælar og nú er verið að reyna að skilgreina múslima sem hryðjuverkamenn.

Maður fæðist t.d. í samfélag þar sem almannaskoðun er slík að konur hafi ekki rétt á að bera andlit né ökla á almannafæri - svo verður að því að því er mótmælt. Konunni finnst það réttlætanlegt en karlinum finnst það síður en svo og skilur ekki hví konum langi að ganga um götur hálfnaktar með því að ganga í stuttbuxum - máttur vanans er það sterkur. Og svo teljum við hin sem leyfa þetta fyrir þau samfélög sem viðhalda svona siðavenjum villimenn, án þess að gera okkur grein fyrir erfiðleika „siðaskipta“. Hverjir eru þeir sem skilgreina það sem "venst" í tilgreindu samfélagi og orsakar það að andmæli gegn þeim venjum verða að einhversskonar tabúi?

Ef þú sérð ekki enn hvernig þetta tengist þá skal það súmmað upp hér. Réttmæt skoðun er afstætt hugtak því skoðun er einfaldlega persónulegt mat byggt á tilfinningalegum viðbrögðum á henni sjálfri, þessi viðbrögð eru því miður oftast nær mótuð af fyrirframsettum venjum og skoðunum þeirra sem umkringja þann sem skoðunina á að hafa. Með þessu er því ekki hægt að segja að önnur skoðun sé réttmætari annarri á rökfræðilegum grunni því það sem réttmætt er er einnig skoðun. Því er ekki hægt að varpa þeirri staðreynd að annað sé réttmætara en hitt sem rök gegn mótmælaaðgerðum óskilgreinds hóps gegn öðrum skilgreindum, það þarf að deila um á öðru sviði.

Þar sem þessi rökræða á heima er yfir spurningunni "Hver er ástæða mótmæla hópsins, og hvað er verið að fara fram á?". Í dæmi þínu um SUS er ástæða eflaust ósætti við núverandi stjórnvöld og / eða ósætti við þá staðreynd að þeirra flokkur sitji ekki við stjórnvölin og umbuna þeim því ekki fyrir flokksmerki sitt. Farið yrði eflaust fram á það að þeir komist til valda og úrbætur kynntar líkt og kosningaloforð.

Svo er það mótmælendurnir í dag, ástæða fyrir mótmælunum er ósætti við stjórnvöld og þá sérstaklega framferði þeirra gagnvart þegnum sínum (á að lesast yfirboðarar, en gerist ekki). Farið er fram á brotthvarf ríkisstjórnar og sett yrði á þjóðstjórn / utanþingsstjórn til bráðabirgða þar til til kosninga er efnt. Það mikilvægasta í þessum samanburði er að seinni hópurinn kemur ekki með "kosningaloforð" eða opinbert framboð einstaklinga í næstkomandi stjórnsetu. Því miður er hið núverandi leiðandi afl að nota þá staðreynd sem rök gegn mótmælunum sem á í raun að vera þeirra sterkasti punktur. Þetta er munurinn á hópunum tveimur sem gerir það einnig að verkum að ómögulegt er að bera þá saman í þessu samhengi.

Vonandi nægir þetta, taktu eftir því að ég kýs að oflýsa af ástæðu, til þess að koma skilaboðunum áleiðis og þurfa ekki að endurtaka og heimsækja fyrri staðhæfingar of oft til frekari útskýringa - ekki er það gert vegna gruns um vanþekkingar þeirra sem ég tala til eða eitthvað í þeim dúr.

Óðinn, 21.1.2009 kl. 14:56

29 identicon

Leiðinlega löng athugasemd hjá þer óðinn, reyndu að hafa þessar athugasemdir á mannamáli, skírar og skorinortar

Villi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:28

30 Smámynd: Óðinn

Villi, ég geri mér grein fyrir lengd hennar - en ég sé ekki annað en að þetta sé mannamál, skýrt og skorinort er afstætt og gætir þú þess vegna beðið mig frekar um að tjá mig öðruvísi en ég geri, og er það nú einfaldlega móðgandi.

Óðinn, 21.1.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband